20.7.2009 | 09:44
Aumingja aumingja kallinn
Aktivistarnir eru augljóslega að gera eithvað rangt þar sem fólk er farið að sjá meiri ilsku og siðleisi þeirra megin en hjá þeim sem í raun eru siðlausir, er það kanski hvernig þeir klæða sig? Þurfa aktivistarnir að vera í fínum pressuðum jakkafötum? Er þetta þá bara snobb? Sér almeningur aktivista sem snaróðar rottur og óhræsi sem sparka í liggjandi menn bara því þau klæða sig ekki í "sómasamleg föt", búa ekki í stóru flottu húsi, keyra ekki um á nýbónuðum bíl og taka ekki æðiskast þegar fyrsta rispan kemur á parketið?
Eggjum hefur verið kastað á húsið mitt, það hefur meira að segja verið pissað á það og aldrei fór ég með það í fréttirnar. En það er munur á sóðalegum og dónalegum unglingabjánum sem drekka of mikið en fólki sem er ekki bara með skoðanir heldur líka eldmóðinn til að gera eithvað í skoðunum sínum. ...og mér er ekki illa við rottur, þær eru mjög gáfaðar skeppnur.
Ef ég á þér augun lít
að þú líkist fífli
andskotinn með úldum skít
á þér kjaftinn stífli.
Egg og níð á hús Davíðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Björg Ólafsdóttir. Ef þér finnst þessi aðgerð réttlætanleg er þá næst komið að heimilum Jóhönnu Sigurðardóttur eða Steingríms Sigfússonar? Margir telja umsókn í ESB jaðra við landráð.
Sigurður Þorsteinsson, 20.7.2009 kl. 11:27
Ég sagði aldrei að aðgerðin væri "réttlætanleg" en þó finst mér hún hvorki rétt né röng, mundi sjálf aldrei gera svona og afhverju á ég að svara hver er næst/ur á lista? Ég er ekki fyrir það að hefna mín á fólki sem hefur gert mér og öðrum eitthvað illt, fólk má afturámóti vita hvað það gerði, og ég hef enga samúð með uppatippunum einsog sést á orðalagi mínu
Ég tók það fram að eitthvað væri að þeirra aðferð (aktivistanna) en það er ekki mitt að fordæma verknaðinn og ég játa það fúslega að mér finnst þetta frekar skondið, þau eru ekki að notast við ofbeldi, hafa engan skaðað eða meitt og fólk farið að tala um að þau séu að sparka í liggjandi menn? Ekki líkja fólki við hús, það er sko ekkert samasem merki þar á milli.
fingurbjorg, 20.7.2009 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.