Rosalegar svona fréttir.

Ég skil svo vel þegar fólk verður reitt og vill henda fólki einsog Phillip Garrido í dimman fangaklefa og henda í burtu lyklinum nú eða flegja honum í rafmagnsstólin en fólk gleymir oft að spá í "af hverju hagar maðurinn sér svona?" það eru nefnilega oftast ástæður og þær eru ekki þær að fólkið séu djöflar, púkar eða hræðilega vont fólk heldur eru þau að öllum líkindum með persónuröskun, þau trúa því stakt og stöðugt að þau hafi ekki gert neinum mein, þótt það sé öskrað í eyrun á þeim af fórnarlambinu að þá veit fórnarlambið (frá sjónarhorni gerandans) hreinlega ekki hvað er "þeim fyrir bestu". Garrido er örugglega ekkert að ljúga að hanns mati, hann er augljóslega mikið truflaður, með "jesúkomplexa" heldur að hann sé á einkalínu guðs, hann er sérstakur, klárari en aðrir og veit hvað er öðrum fyrir bestu og hann lítur á sínar gjörðir sem hinar einu réttu og ég get lofað ykkur því að þetta er ekki einsog í falskri bíómynd þar sem hann áttar sig á mistökunum og iðrast gjörða sinna, málið er að hann er "kúkú" í hausnum, ekki heill á geði eða í öðrum orðum mjög andlega veikur og ég tel fólk sem er andlega veikt eða með persónuraskanir ekki endilega illt fólk þótt það geri oft ljóta hluti, þau hreinlega vita ekki betur. Ég tel refsingar vera algjörlega tilgangslausar ef fólkið er of veikt til að skilja að það hafi gert rangt og ef fólkið getur ekki séð  af sér því það er svo rosalega öruggt með sig. Ég fæ samt alltaf hroll þegar ég les svona fréttir, bæði ánægð að fórnarlambið slapp en hroll og ógeðistilfiningu yfir siðleysi og sjálfsöryggi gerandans.
mbl.is Segir barnsrán og ánauð hjartnæma ástarsögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellý

Þetta er vitaskuld viðbjóðsleg frétt en það er gott að sjá að múgæsingin hefur ekki áhrif á alla :)

Ellý, 28.8.2009 kl. 23:51

2 Smámynd: fingurbjorg

Takk fyrir það :)

fingurbjorg, 29.8.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband