Narcissus krunkar á þingi

Narcissus er hrifinn af sjálfum sér og engum öðrum, rífst í öðrum um þeirra álit á sjálfum sér og gerir lítið úr öðrum fyrir að vera ekki eins og hann vill að fólk sé. Óhaggandi besserwisser sem heimtar sérmeðferð og fríðindi. Hvernig væri að hafa kröfur um geðrannsóknir áður en fólk er ráðið í ábyrgðamikklar stöður eins og að stjórna landi og þjóð?

 

Enn er þytur í lofti

enginn fuglinn þó syngi,

súr eru berin

á þrældóms lúsalingi,

hrafninn flýgur um aftaninn,

hann á að mæta á þingi.

 

Húkir þar heinabergið

á hriflingum grátt sem blý

- deilt er um sálaðan sauð:

kropp í, kropp í,

strý verður ekki troðið

nema stebbi troði strý.

 

Byrjum á augunum, bræður,

bablar ein stéllaus vofa

- óminnisþefinn af andanum handan 

allir lofa,

krúnk krúnk,

söngfuglarnir sofa.

 

Kolsvart er holsteinsholtið

- hvílíkt forláta þing:

tyggiguðnum með benjamenið

er tildrag á ullarbing

og hoppað

á hræjunum allt í kring.

 

Með banakringlu í nefi

og blóð á tánum

kallar inn til smaladrengsins

krumminn á skjánum:

sofðu rólegur, sveinn

- vel ég vaki yfir ánum.

 

(úr Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes úr Kötlum)

 

 

 

 


mbl.is Og skammastu þín Árni Johnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband