Víkingahátíðin

Ég hef verið fastagestur víkingahátíðarinnar í mörg ár og altaf haft gaman af henni, man eftir þegar hún var fyrst á Víðistaðatúni, stór og myndarleg hátíð, fullt af fjölbreittum og skemmtielgum sölubásum og annað eins af skemmtiefni, eftir að hátíðin flutti að fjörukránni hefur hún minkað talsvert en sjarminn og fjörið var enn til staðar en nú í ár og líka í fyrra virðirst hátíðin vera að flosna upp. Sölubásarnir hafa snarminnkað og mér finst ég alveg eins geta farið í túristabúð hvar sem er í skandinavíu til að kaupa það sem var á borðstól, þó voru nokkur gömulkunn andlit að selja skemmtileg handverk. Þetta er nefnilega að breytast í hundleiðinlega gróðarstarfsemi verslana og fólk hefur bara ekkert áhuga á því! Enginn kemur að kaupa og hátíðin drabbast niður.

Svo er fjörukráin sjálf engu betri! Dýrasta búllan í bænum og maturinn rambar á milli annars og þriðja flokks.

Ég keypti handa mér og frænku minni stórar franskar á heilar 800kr og skammturinn var minni en venjulegur lítill! Fæ meiri franskar með hamborgara á hvaða veitingastað sem er. Get fengið stórann skammt á pulsubarnum í hfj á hvað... ca 600-700kr... man samt ekki allveg verðið en sá skammtur en uþb fjórfallt stærri en sá sem ég fékk á fjörukránni, sé ógeðslega eftir að hafa pantað þetta þarna. Frænka mín fékk svo litla kjötsúpu um kvöldið á 2000kr (hægt að fá hana á daginn á 200kr fyrir utan!), systir mín pantaði pasta með humar á 3000 og viti menn, það var eitt stykki humar! Enda fleirtala ekki tekin framm á matseðli. Fyrir svona ári síðan fékk kærastinn minn bbq rif og hann gat ekki borðað það, svona 80% bein og rest var fita og hart kjöt og við kærastinn minn erum sammála að hamborgarinn braðast einsog bitið sé í skítuga ull (semsagt keimur af burgernum). Svo má ég til með að tuða yfir 900kr bjór!!! Versla aldrei aftur við þessa búllu. Ef maturinn er dýr er bara eins gott að hann bragðist sómasamlega!

 

Mér finst þetta svo sorglegt, uppáhalds hátíðin mín er dáin, eigandi fjörukránnar drap hana, ég elska þennan stað, flottur og sjarmerandi en reksturinn er farinn fjandans til gagnvart kúnnum. Fólk ætti alltaf að hafa eitt í huga þegar það er að versla, ef fyrirtækið gefur skít í kúnnan á kúnninn að gera slíkt hið sama! Ekki kaupa meira og valsa út í hugsunarleysi. Ég hef mælt með þessum stað við túrista í gegnum tíðina en aldrei aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband