10.11.2009 | 15:29
Á vængjum græðginnar?
Of dramatískur titill? Örugglega, en mér er illa við að borga minna fyrir böl annara. Frekar vil ég borga meira fyrir gott umhverfi og vinnuaðstæður fyrir farþega og starfsfólk.
Ef eithvað er rosalega ódýrt að það er hreinlega lygilegt er það ábyggilega því að það er verið að níðast á saklausu starfsfólki og ég gæti trúað því að ef eithvað kemur uppá hjá viðskiptavini að þá hefur hann ekki rétt fyrir sér í neinu og má éta það sem úti frís.
Ég er ekki að segja að við eigum að eyða eins miklum pening og við getum bara útaf ósýnilegri tillitsemi gagnvart starfsfólki og náunganum, það er líka svindlað á ríku fólki og það látið borga mikklu meiri pening fyrir heimskulegar sérþarfir og lúxus sem nær ekki nokkurri átt og þau borga með bros á vör nú eða kvarta yfir að það var hrært í vitlausa átt í lúxuskaffinu þeirra. Allt er gott í hófi og meðalvegurinn er mjög vanmetinn.
Hér er linkur að heimildarmyndinni "Rayanair cought napping"
http://topdocumentaryfilms.com/ryanair-caught-napping/
Vilja Ryanair til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.