12.9.2009 | 15:21
if I only had a match.....
Setning úr lagi með Al Jolson. :)
Já, það er aldeilis. Ég er sammála því að tóbak er óholt og ætti ekki að vera til, ég er sammála að það eigi ekki að selja ungu fólki tóbak og auðvitað er þetta vont fyrir heilsuna en því miður að þá er þetta til og á meðan að varan er til í litlu þrælaveröldinni okkar að þá munum við sækjast í þennan munað. Mannskepnan er nú þannig gerð að hún sækist í allt sem er þæginlegt og mörgum finst þæginlegt að reykja (á meðan heilsan er í lagi, við erum ekki góð í að huga að framtíðinni). En þegar heilsan hrakar þá hvað? Vilja þeir sem ekki reykja að reykingarfólkið borgi eigin reikninga því slæma heilsan er þeim að kenna?
Mikið af eldri borgurum og miðaldra fólki í dag vissu ekki af skaðsemi tóbaks þegar þau byrjuðu! og fræðsla og menntun á málefnunum er mikklu betri en bláköld bönn sem skapa svo aukagrein á svartamarkaðinum sem enginn vill stiðja en margir gera þó tilneiddir.
Ég verð nú að taka það fram allavega fyrir mitt leiti að þá finst mér sjálfsagt að borga skatta svo allir geti notið góðs heilbrigðiskerfis og að allavega hver sem er fái bót meina sinna og ég er ekki að atast í ofáti fólks þó það sé nokkuð ljóst að ef þau borðuðu betri mat í minna magni mundi margt batna, en hver er ég að setja mig á háan hest að segja hvað fólk á að láta ofaní sig eða hvernig það á að lifa? Hvað með umferðarslys, ofnæmi, skemmdir á eignum annara... er það mitt að borga? Á ég að borga heibrigðiskostnað fatlaðra sem eru ekki einusinni skildir mér og svo má lengi telja. Málið er að ég er ekki siðlaus og það sem ég nefndi hér rétt áður er vitaskuld alger vitleysa en eigum við að getað valið hvaða heilsufarsmál við erum til í að hjálpa við í sköttum og hver ekki? Eiga ekki allir rétt á læknisaðstoð? Er það ekki full mikil sjáfsdýrkun að skipa fólki að hætta svona "subbulegum" siðum. Ekki vil ég leggjast á hendur og fætur fyrir slíkum fílupokum og snobburum sem höndla ekki litskrúðugt þjóðfélag sem inniheldur auðvitað góða og suma slæma hluti.
Ástæðan fyrir að ég segi þetta er því að ég tel þjóðfélagði vera rekið af fólki með persónuraskanir, fólk sem sér ekkert í heiminum nema "æðislega sjálfið í speglinum" sem gengur um að segja hvernig fólk eigi að vera og hvernig fólk eigi að haga sér og hugsa og ég neita að taka þátt í svona vitleysu, fullorðinn meðalgreindur einstaklingur á ekki að þurfa að líða svona níð á þeirra mannréttindi. Rök um að þetta sé óholt eru alveg rétt og viti borin manneskja ætti að vita betur en að reykja en mannskepnan er ekki fullkomin og mun alltaf gera hluti sem skaðar sig og aðra og hvað ætlið þið sjálfsdýrkandi besservissar að gera í því? Hvernig væri að fræða fólk til tilbreytingar í staðin fyrir að setja órökstutt eða illa rökstutt bann?
Tóbak verði tekið úr almennri sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk! Þarf ég að segja meira? Ég held ekki... Enda sammála hverju orði.
Skorrdal (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 18:25
Takk fyrir það.
fingurbjorg, 14.9.2009 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.