20.5.2009 | 09:57
Vitleysisgangur
Að ráðast svona a fólk sem er að vekja fólk til umhugsunar en svo um leið að líta frammhjá stórfyrirtækjum sem eru að stórmenga allt umhverfið sitt.... er fólk búið að gleyma dönsku heimildarmyndinni um verksmiðjurnar á Indlandi? Öllu dömpað í vatnið! Eða er það málið, það er ekki að gerast ef maður sé það ekki? Jújú, það er sárt að sjá þetta gerast fyrir framan mann í sjónvarpskassanum en það eru stærri og verri vandamál en sjónvarpspésar að reina að vekja umræðu.
Hvernig væri að eiða orkunni í alvöru mengunarvaldana?? Eða er það of mikið orka sem fer í það og í letikasti er hið næstbesta valið? Heimska fólk. Sannleikurinn er sár en óþarfi að ráðast á boðberann.
Ómannúðleg meðferð á gullfiskum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En hver var tilgangurinn með þessari tilraun hjá konunni? Auðvitað eru stærri mál í heiminum en dauði 12 gúbbífiska en það breytir því ekki að hver heilvita maður ætti að vita að fiskar lifa ekki í sápuvatni. Og þetta gerði hún til að sýna fram á að flösusjampó innihéldi eiturefni! Þetta er svo innilega út í hött að það hálfa væri nóg. Ég er mjög hlynnt góðri rannsóknarblaðamennsku og finnst dönsku fjölmiðlarnir standa sig býsna vel á þeim vettvangi. Þess vegna skil ég ekki hvað fékk fólkið til að grípa til svona heimskulegra og viðurstyggilegra aðferða.
Sólveig Hauksdóttir, 20.5.2009 kl. 13:25
Undarleg og heimskuleg tilraun sem sannar ekkert og er ekkert nema pyntingar fyrir gullfiskana. Ef þessi fréttakona hefði lesið sig til hefði hún fundið út að sápa drepur yfirleitt fiska hvort sem það er flösusjampó eða bara uppþvottalögur. Sápan skemmir tálkn fiskanna svo þeir hætta að geta tekið upp súrefni úr vatninu og kafna. Aðeins þarf mjög lítið af uppþvottalegi til þess að drepa fiska, þýðir það að uppþvottasáða sé eitruð?
Það er rétt að dæma fólk sem pyntar dýr að óþörfu til þess að sýna fram á eitthvað sem er búið að sýna fram á mörgum sinnum.
Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 13:50
Algerelga rangt hjá þér Skríll, hér er ekki um að ræða tvöfallt siðgæði. Rannsókir á dýrum má flokka sennilega í tvo flokka, annarsvegar rannsóknir sem lúta að því að finna lausn á sjúkdómum og auka þekkingu okkar á lífheiminium og hinsvegar rannsóknir snirtiiðnaðarinns þar sem dýr eru pintuð til þess að finna sjampó sem ekki brennir mann í augun eða annað í þeim dúr. Ég er ekkert sérlega hrifinn af rannsóknum á lifandi dýrum en hinsvegar er þetta oft nauðsynlegt þegar kemur að alvöru vísindum. Hinsvegar er ég alveg á móti þeim dýra pyntingum sem snyrtiiðnaðurinn framkvæmir og er ekkert nema ógeð enda fela þessi fyrirtæki rannsóknarstofur sínar. Gillette fyrirtækið er þekkt fyrir sínar dýra pyntingar þar sem sápa er látin dropa í augu kanína sem eru fastar í búrum með augun spennt opin til að athuga áhrifin, þeir eru ekki einir um slíkar viðbjóðslegar og óþarfar rannsóknir.
Áhrif sápu á fiska er vel þekkt og alger óþarfi að gera þá rannsókn aftur hvað þá af fréttamanni.
Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 15:10
Gúbbífiskar með kalt blóð+pyntingar+sársauki. Passar ekki. Þeir fundu væntanlega ekki neitt til.
Páll Geir Bjarnason, 20.5.2009 kl. 15:55
Reyndar voru þetta gullfiskar í fréttinni en ég held að formúlan þín Páll gangi ekki upp. Svo dæmi séu tekin þá geta guppy lifað við 38°C hita og er blóð þeirra þá við sama hita sem er 1° hærri hiti en eðlilegur líkamshiti manna.
Ekki svo kalt blóð það.
Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 17:07
Jahá, og hvert er hitalágmarkið sem þeir lifa við? Hræddur um að þar sé blóðið orðið kalt.
Páll Geir Bjarnason, 21.5.2009 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.