5.1.2008 | 12:22
Skólaböll og bjórkvöld
Ég man eftir bjórkvöldi í skólanum mínum, haldið á skemtistað og það var 18 ára aldurstakmark, það voru nokkrir dagar í að ég yrði 18 og var nokkuð viss að ég kæmist inn, enda 18 ára aldurinn rétt handan við hornið. Ég var beðin um skilríki þegar ég kom á staðinn og ég sýndi það, nei ég fékk sko ekki aðgang! Ekki til í myndinni, enda bara ennþá 17 ára bjáni (dyravörðurinn hélt að ég væri alger auli að halda að ég kæmist inn). Það sem mér fanst verst er að hópur af nýnemum, já 16 ára guttum voru inni að drekka bjór, það er nefnilega þannig að börn sem mæta með skilríki annara komast inn án vandræða, þótt það vanti til eða frá nokkur tugi kólóa, kinnar, nef eða munnur búin að breitast og hárið tekið skakkaskiptum, á meðan ártalið á skiríkjunum er rétt að þá geta börning gert það sem þau vilja. Já ég var rosalega súr og fanst þetta mjög óréttlátt, ég ætlaði ekki einu sinni að drekka enda á bíl, ég klagaði þó ekki krakkana, hefði frekar viljað klaga dyravörðin en var ekki að gera meira í þessu, brunaði bara heim. Vandamálið er ekki beint að staðirnir eru að hleipa öllum inn og selja öllum áfengi heldur mætti skoða betur skilríkin! Þau eru öll með skilríki eldri systkina og eldri vina.
Lokun eina ráðið við unglingadrykkju á skemmtistöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eina sem þú getur gert er að kæra staðinn og nafngreina hann en ekki vera meðvirk með því að halda nafninu leyndu og drífðu þig svo til lögreglunnar sem e.t.v. hefur nokkrar kvartanir nú þegar á staðinn og getur þá farið að vinna í málinu.
Sigurður F. Sigurðarson, 5.1.2008 kl. 13:52
já, ég var rétt að vera 18 og er 23 í dag. Ég held að ég láti það vera að kæra staðinn.
fingurbjorg, 5.1.2008 kl. 18:23
Hvenær er næsta systra/frænkukvöld hjá mér þér og Ólöfu???
Oddrún , 10.1.2008 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.