Kimmi með Hjálma

Núna á laugardaginn sprakk hausinn af mér! Já ég og ástin mín fórum á tvenna  tónleika! Við fórum að sjá hann Kimma minn, götustrákinn trallandi hann Kim Larsen, rosa stuð, við vorum í stúku og ég gat ekki setið kyrr, bekkurinn iðaði allur, enginn gat setið kjurt. ég var dansandi í sætinu og lappirnar sópandi gólfið í dansi og takt. Hljómsveitin sem Kim var með var rosalega flott, þeir stóðu sig príðilega og tóku öll uppáhalds lögin mín! Þeir tóku Vend Kajaken, Köb Bananer, 682 A og fleiri og fleiri. Svo drifum við okkur út í bíl og brunuðum af stað á næstu tónleika, við fórum nefnilega á útgáfutónleikana með Hjálmum og það var geðveikt! Ég get ekki lýst tónleikunum í orðum, tilfiningin var ólýsanleg, þeir voru bara svo góðir, stemningin var eldsjóðandiheit kryddsúpa. Allir dönsuðu með, andrúmsloftið stinkaði af svitafílu, þannig á það að vera á stuðtónleikum, er þaggi? ;) Þeir spiluðu þar til húsið sprakk. Ég og ástin mín vorum farin að finna vel á okkur og bölvuðum því þegar tónleikarnir voru búnir að Hjálmar hefðu ekki tekið auka lag.... svo litum við á klukkuna, já ái! Þeir höfðu spilað í 3 klukkutíma! Frá 12 til 3!! Við skildum vel afhverju það var ekki aukalag. :P Eftir tónleikana fórum við heim til vinar okkar, fengum að brotlenda í svefnsófanum hanns og vöknuðum glæsilega skrautleg dagin eftir, pizza við þynku er allveg málið, þ.e. ef maður getur haldið henni niðri, já ég gat það ;)
En núna er ég pínku hissa... hvar eru dómarnir um Hjálmar tónleikana????? Ég sé þá hvergi, dáldið spæld yfir því sko.


mbl.is Kim Larsen hélt uppi fjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband