Færsluflokkur: Bloggar
9.9.2010 | 00:14
Narcissus krunkar á þingi
Narcissus er hrifinn af sjálfum sér og engum öðrum, rífst í öðrum um þeirra álit á sjálfum sér og gerir lítið úr öðrum fyrir að vera ekki eins og hann vill að fólk sé. Óhaggandi besserwisser sem heimtar sérmeðferð og fríðindi. Hvernig væri að hafa kröfur um geðrannsóknir áður en fólk er ráðið í ábyrgðamikklar stöður eins og að stjórna landi og þjóð?
Enn er þytur í lofti
enginn fuglinn þó syngi,
súr eru berin
á þrældóms lúsalingi,
hrafninn flýgur um aftaninn,
hann á að mæta á þingi.
Húkir þar heinabergið
á hriflingum grátt sem blý
- deilt er um sálaðan sauð:
kropp í, kropp í,
strý verður ekki troðið
nema stebbi troði strý.
Byrjum á augunum, bræður,
bablar ein stéllaus vofa
- óminnisþefinn af andanum handan
allir lofa,
krúnk krúnk,
söngfuglarnir sofa.
Kolsvart er holsteinsholtið
- hvílíkt forláta þing:
tyggiguðnum með benjamenið
er tildrag á ullarbing
og hoppað
á hræjunum allt í kring.
Með banakringlu í nefi
og blóð á tánum
kallar inn til smaladrengsins
krumminn á skjánum:
sofðu rólegur, sveinn
- vel ég vaki yfir ánum.
(úr Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes úr Kötlum)
Og skammastu þín Árni Johnsen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2010 | 01:19
Sorglegt
Þeim er víst alveg sama um afleiðingar of mikillar áfengisneyslu. Það mun enginn samfæra mig um að alkóhólismi sé ekki samfélagsvandamál. Að fórna fólki og börnum fyrir peninga undir þeirri forsendu að verið sé að "hjálpa" fólki er ógurleg mótsögn og með öllu siðlaust.
hér er dæmi um ömurlegar afleiðingar alkóhólisma, en mörg þessara barna hafa flúið ömurlegt heimilisástand vegna alkóhólisma foreldra.
...skál?
Rússar hvattir til að reykja og drekka meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2010 | 12:43
Grænir fingur
Rosalega er ég að verða reið yfir þessum fréttum, er því raunverulega haldið fram að "fíkniefnamarkaðurinn" sé einungis rekinn með cannabis efnum? Sem eru vímuefni, ekki fíkniefni. Ísland er með kókaín og spíttvandamál, svo alvarlega að fólk og unglingar eru farin að þamba orkudrykki eins og þau fái borgað fyrir það.
Svo er krystal meth komið til landsins! Vissi einhver það? Að einblína einungis á náttúrulega jurt sem róar fólk niður, vekur upp matarlist og er notuð til ýmissa lækninga og svo hunsa stór hættulegt fíkniefni er vitfyrring.
Krystal meth virkar svipað og almeningur heldur að kannabis gerir. Efnið étur upp heilann, drepur fólk að innan og umbreytir neitendanum í hættulegan dópista með aðeins eitt takmark, að ná í næsta skammt.
Kannabis er talið éta upp heilann en það kemur svo í ljós að þeirri rannsókn (Dr. Robert Heath stjórnaði þeirri rannsókn, seinni part 1970) var stýrt til að fá slíka niðurstöðu. Apar fengu mataðann í sig banvænann skammt af THC í gegnum grímur, aparnir náðu ekki að klára útreiknaðann "banaskammt" því þeir dóu úr súrefnisskorti. Þetta var skráð niður sem morð á heilasellur. Þessi rannsókn var mikið gagnrýnd í vísindaheiminum þegar niðurstöður og rannsóknaaðferðir voru opinberaðar, er enn í dag mikið gagnrýnt en yfirvöld og lögregluveldið heldur rannsókninni hátt á lofti sem eitt af sínum aðal sönnunum á skaðsemi illgresisinns.
THC sest á heilann eins og slikja, hana er auðvelt að losna við á nokkrum vikum, bara hætta að reykja. Það er auðvelt að hætta að neyta kannabisefna því þau eru ekki ávanabindandi, minna en súkkulaði því koffín (sem er í súkkulaði) er meira ávanabindandi en cannabis.
Mörgum finst þó reykurinn verulega góður og reykja of mikið en það er nú bara þannig með neytendur, þau neyta mikils af því sem er gott, en það þarf ekki að vera ávanabindandi fyrir það.
Afhverju erum við svona hrædd við fólk sem nýtur þess að skynja? Það er það sem kannabis neytendur sækja í. Ef við ætlum að úthýsa fólki sem nýtur lífsins með því að skynja umhverfi sitt betur, sem nýtur þess að gleðja braglaukana, hefur unun af því að horfa á umhverfið sitt og náttúruna, hugsa og spjalla um heima og geima þá gætum við alveg eins gert fólk með einhverfu að glæpamönnum en þau eru fædd með mikklu sterkari skynjun en við. Stelpa frá Bandadíkjunum sem er með einhverfu tjáði sig um það á netinu að hún horfði ekki framan í fólk því það væri of mikil skynjun, svo mikil að það var yfirþyrmandi fyrir hana, eins og að stara í sólina. Því var haldið fram lengi að fólk með einhverfu kæmu frá köldu heimili, þau voru talin tilfiningalaus, ekki í sambandi við umhverfið sitt og vitleysingar. Við vitum sko sannarlega betur í dag og erum enn að læra.
Hugsa sér, hið fullkomna, alvitra og stórvísindalega þjóðfélag er enn að læra.
...og það er ekkert til að skammast sín fyrir.
Kannabisræktun í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.3.2010 | 16:29
SWING!
AHAHAHA! Ég bara get ekki hneikslast á þessu af fullum hug því þetta er svo mikil steypa! :D Samtök sem berjast fyrir "total animal liberation" eða "algert sjálfstæði dýra" ættu að átta sig á því að með því að skipta sér af kynfærum og athöfnum dýra eru þau gjörsamlega í þversögn við eigin alhæfingar. Peta eru svo klikkuð. Þau hafa ekkert vit á því sem þau eru að tala um, það er ekkert sifjaspell í náttúrunni því sifjaspell er fundið upp og skilgreint af mannskeppnunni og er einungis fordæmt af okkar siðmenningu. Þó er ég alsekki að segja að við ættum að rækta dýr sem eru of skild, það ætti bara ekki að vera í okkar höndum.
Vilja kútta undan Knúti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2009 | 11:49
Geðveikrahælið Jörðin
Á í alvöru að reisa Disney garð á kirkjugarð? Halló er fólk búið að tapa öllu siðferði? Er fólk orðið svo dofið útaf peningum að það finnur ekki lengur fyrir hrolli yfir nokkrum sköpuðum hluti nema það hafi réttu peningaupphæðina? Mér þykir mannleg hegðun vera orðið mikið áhyggju efni og þá sérstaklega í viðskiptaheiminum (samt alls ekki eini hópurinn sem er alveg kúkú). Aðeins fólki með persónuraskanir dettur í hug að gera eithvað svo tilfiningadautt og tillitslaust og að reisa skemmtigarða hvar sem er óháð því hvað er nú þegar á svæðinu. Kirkjugarður, heimili fólks, náttúruauðlind, náttúruperla og svo mætti lengi telja. Disney fantasía í Kína og álveraparadís á Íslandi. Mig virkilega þyrstir í seðlabrennu!
Færa grafir fyrir Disney-skemmtigarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2009 | 15:29
Á vængjum græðginnar?
Of dramatískur titill? Örugglega, en mér er illa við að borga minna fyrir böl annara. Frekar vil ég borga meira fyrir gott umhverfi og vinnuaðstæður fyrir farþega og starfsfólk.
Ef eithvað er rosalega ódýrt að það er hreinlega lygilegt er það ábyggilega því að það er verið að níðast á saklausu starfsfólki og ég gæti trúað því að ef eithvað kemur uppá hjá viðskiptavini að þá hefur hann ekki rétt fyrir sér í neinu og má éta það sem úti frís.
Ég er ekki að segja að við eigum að eyða eins miklum pening og við getum bara útaf ósýnilegri tillitsemi gagnvart starfsfólki og náunganum, það er líka svindlað á ríku fólki og það látið borga mikklu meiri pening fyrir heimskulegar sérþarfir og lúxus sem nær ekki nokkurri átt og þau borga með bros á vör nú eða kvarta yfir að það var hrært í vitlausa átt í lúxuskaffinu þeirra. Allt er gott í hófi og meðalvegurinn er mjög vanmetinn.
Hér er linkur að heimildarmyndinni "Rayanair cought napping"
http://topdocumentaryfilms.com/ryanair-caught-napping/
Vilja Ryanair til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2009 | 14:00
Er þetta djók?
Mannleg samskipti og raunveruleg eftirvænting sturtað niður klósettið, til hvers að hitta fólk þegar þú getur lesið um það á netinu og ef það er ekki hægt þá er það þessi blessaði gagnabanki sem talað er um í fréttini með upplýsingum sem ráðast á einkalíf annara til að svala forvitni fólks sem eru lélegir mannþekkjarar... og af hverju skildi það nú vera?
Eru allt þjóðfélagið sofandi?
Með allt á þurru í ástamálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2009 | 12:58
Jákvæðar ofskynjunarsögur?
Þetta myndband með Bill Hicks á skemtilega vel við fréttina:
Ekki elta bleiku fílana, horfið bara á þá.
Nakinn og til vandræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.9.2009 | 19:36
Status back baby!
Er karlbjáninn alltaf í vinsældarkeppni í gegnum fjölmiðlana sína? Minnir mig á lag með Frank Zappa en verst ég fann það hvergi á youtube svo ég skelli því á fóninn fyrir sjálfan mig ;D
Status back baby
Im losing status at the high school
I used to think that it was my school
Wah wah wah wah
I was the king of every school activity
But thats no more...
Oh mama, what will come of me?
The other night we painted posters
We played some records by the coasters
Wah wah wah wah
A bunch of pom-pom girls
Looked down their nose at me
They had painted tons of posters, I had painted three
I hear the secret whispers everywhere I go
My school spirit is at an all time low
Im losing status at the high school
I used to think that it was my school
Wah wah wah wah
Everyone in town knows Im a handsome football star
I sing and dance and spray my hair and drive a shiny car
Im friendly and Im charming I belong to de molay
Im gonna try like mad to get my status back today
Status back, baby, status back, baby
Status back, baby, status back, baby
Vinsældir Berlusconis dvína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2009 | 15:21
if I only had a match.....
Setning úr lagi með Al Jolson. :)
Já, það er aldeilis. Ég er sammála því að tóbak er óholt og ætti ekki að vera til, ég er sammála að það eigi ekki að selja ungu fólki tóbak og auðvitað er þetta vont fyrir heilsuna en því miður að þá er þetta til og á meðan að varan er til í litlu þrælaveröldinni okkar að þá munum við sækjast í þennan munað. Mannskepnan er nú þannig gerð að hún sækist í allt sem er þæginlegt og mörgum finst þæginlegt að reykja (á meðan heilsan er í lagi, við erum ekki góð í að huga að framtíðinni). En þegar heilsan hrakar þá hvað? Vilja þeir sem ekki reykja að reykingarfólkið borgi eigin reikninga því slæma heilsan er þeim að kenna?
Mikið af eldri borgurum og miðaldra fólki í dag vissu ekki af skaðsemi tóbaks þegar þau byrjuðu! og fræðsla og menntun á málefnunum er mikklu betri en bláköld bönn sem skapa svo aukagrein á svartamarkaðinum sem enginn vill stiðja en margir gera þó tilneiddir.
Ég verð nú að taka það fram allavega fyrir mitt leiti að þá finst mér sjálfsagt að borga skatta svo allir geti notið góðs heilbrigðiskerfis og að allavega hver sem er fái bót meina sinna og ég er ekki að atast í ofáti fólks þó það sé nokkuð ljóst að ef þau borðuðu betri mat í minna magni mundi margt batna, en hver er ég að setja mig á háan hest að segja hvað fólk á að láta ofaní sig eða hvernig það á að lifa? Hvað með umferðarslys, ofnæmi, skemmdir á eignum annara... er það mitt að borga? Á ég að borga heibrigðiskostnað fatlaðra sem eru ekki einusinni skildir mér og svo má lengi telja. Málið er að ég er ekki siðlaus og það sem ég nefndi hér rétt áður er vitaskuld alger vitleysa en eigum við að getað valið hvaða heilsufarsmál við erum til í að hjálpa við í sköttum og hver ekki? Eiga ekki allir rétt á læknisaðstoð? Er það ekki full mikil sjáfsdýrkun að skipa fólki að hætta svona "subbulegum" siðum. Ekki vil ég leggjast á hendur og fætur fyrir slíkum fílupokum og snobburum sem höndla ekki litskrúðugt þjóðfélag sem inniheldur auðvitað góða og suma slæma hluti.
Ástæðan fyrir að ég segi þetta er því að ég tel þjóðfélagði vera rekið af fólki með persónuraskanir, fólk sem sér ekkert í heiminum nema "æðislega sjálfið í speglinum" sem gengur um að segja hvernig fólk eigi að vera og hvernig fólk eigi að haga sér og hugsa og ég neita að taka þátt í svona vitleysu, fullorðinn meðalgreindur einstaklingur á ekki að þurfa að líða svona níð á þeirra mannréttindi. Rök um að þetta sé óholt eru alveg rétt og viti borin manneskja ætti að vita betur en að reykja en mannskepnan er ekki fullkomin og mun alltaf gera hluti sem skaðar sig og aðra og hvað ætlið þið sjálfsdýrkandi besservissar að gera í því? Hvernig væri að fræða fólk til tilbreytingar í staðin fyrir að setja órökstutt eða illa rökstutt bann?
Tóbak verði tekið úr almennri sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)